Mannlegi þátturinn

Kambey hlýjuhof, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og póstkort


Listen Later

Við fræddumst í dag um Kambey hlýjuhof í Ölfusi. Parið Andrea Eyland og Þorleifur Kamban standa á bak við Kambey, sem þau kalla andrými fyrir foreldra. Þau eiga hrúgu af börnum, eins og þau orða það sjálf, og hafa gert bók, sjónvarpsþætti og hlaðvarp um barneignir frá flestum hliðum, en eins og þau segja þá er það markmið þeirra að gera heiminn örlítið betri fyrir foreldra og börn. Ólöf Þóra Sverrisdóttir kom í þáttinn ásamt Andreu Eyland og þær sögðu okkur betur frá Kambey.
Hvað er Svæðisgarður? Hvaða tilgangi þjónar hann og hvert er markmiðið? Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 að evrópskri fyrirmynd og er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins er Ragnhildur Sigurðardóttir og hún sagði okkur í dag frá leyndardómum garðsins og Snæfellsness og fræðslukvöldi Vitafélagsins í kvöld í Sjóminjasafninu Grandagarði, þar sem Ragnhildur mun segja frá Svæðisgarðinum.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann frá Alicante og nokkrum dögum þar og svo heimferðinni til Vestmannaeyja. Magnús er einn af sófaspesíalistum sem pæla í samgöngum milli Eyja og lands og setur fram hugleiðingar sínar í þeim efnum. Þar á eftir segir hann frá minnkandi fiskneyslu landsmanna sömuleiðis tilraunum til að draga úr kjötneyslu í Evrópusambandinu, en hún er þar tvöföld á við heimsmeðaltal.
Tónlist í þættinum í dag:
Verðbólgan / Brimkló (Björgvin Halldórsson og Kjartan Heiðberg)
Bewitched, bothered and bewildered / Cher og Rod Stewart (Hart & Rodgers)
New Blue Moon / Traveling Wilburys
Paris In the Spring / Jo Basile og félagar (Revel & Kern)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners