Karl Olgeirsson hinn fjölhæfi tónlistarmaður, er fimmtugur í dag og í tilefni dagsins ætlar hann að bjóða til útgáfutónleika í Hörpu í dag. En einmitt í dag kemur út platan Stillur, þar sem hann leikur ættjarðarlög í kyrrlátum jazzútsetningum á píanó. Hugmyndina fékk hann fyrir öfáum vikum á Þingvöllum og nú er platan komin út. Karl hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni og er fjölhæfur listamaður. Karl Olgeirsson var föstudagsgesturinn í Mannlega þættinum að þessu sinni. Við ræddum við hann um allt milli himins og jarðar í þættinum í dag og við fengum að heyra lag af nýju plötunni.
Sigurlaug Margrét var svo auðvitað með okkur í matarspjallinu í dag eins og alltaf á föstudögum. Í þetta sinn talaði hún um matarmarkað í Kaupmannahöfn og matreiðslubók með uppskriftum sem allar eru tengdar téðum markaði.
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM
Grasið grænkar / Milljónamæringarnir (Karl Olgeirsson og Sigtryggur Baldursson)
Vefðu mig örmum húmið blítt / KK (Karl Olgeirsson)
Smávinir fagrir / Karl Olgeirsson (Jón Nordal og Jónas Hallgrímsson)
Skuggi / Ragnar Bjarnason (Karl Olgeirsson og Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR