Í Víðsjá í dag verður haldið í Hafnarborg þar sem rætt verður við tónskáldin Þráinn Hjálmarsson og Davíð Brynjar Franzson um sýninguna Borgarhljóðvist í formi ensks listigarðs. Hugað verður að sviðslistaverkinu Kartölfur sem sem sviðslistahópurinn CGFC færir nú aftur á svið í Borgarleikhúsinu en verkið rannsakar þætti í sögu kartöfluræktunar á Íslandi og er hluti af verkefninu Umbúðalaust sem Borgarleikhúsið stendur fyrir. Jafnframt verður hugað að bók vikunnar sem að þessu sinni er Sumarbókin eftir Tove Jansson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.