Mannlegi þátturinn

Kjarnasamfélög, fæðingarótti og sjálfsónæmissjúkdómar


Listen Later

Kjarnasamfélög eru samfélög sem oft leggja áherslu á sjálfbærari lifnaðarhætti. Fólkið í samfélaginu ákveður hvernig hverfið þeirra á að líta út og virka. Í Kjarnasamfélagi eiga allir sitt eigið heimili, með öllu sem fólk vill hafa þar en það velur hvort það vill eiga sum rými og suma hluti með hverfinu. Kjarnasamfélög eru hönnuð með það markmið að byggja upp og efla tengsl milli íbúa. Kjarnasamfélög eru vinsæl víða um heim og eru til í mörgum myndum t.d. í USA, Norðurlöndum og víða um Evrópu. Við fengum þau Simon Joscha Flender, arkitekt og verkefnastjóra hjá Kjarnasamfélagi Reykjavíkur og Önnu Maríu Björnsdóttur, áhugamanneskju um kjarnasamfélög til að segja okkur frekar frá en saman hafa þau ásamt fleirum unnið síðastliðið ár að undirbúningi á stofnun kjarnasamfélags á Íslandi. Í næstu viku fara þau af stað með streymisviðburði til að kynna kjarnasamfélög á Íslandi.
Við héldum áfram að ræða um fæðingaróttann/tókófóbíu í þættinum í dag en í gær heyrðum við Unni Birnu Bassadóttur tónlistarkonu tala opinskátt um sinn fæðingarótta en hún gengur nú með sitt fyrsta barn. Fæðingarótti einkennist af hræðslu við sársauka í fæðingu, ótta við að geta ekki fætt barn og ótta við foreldrahlutverkið og einnig eru konur með fæðingarótta lengur að fæða barn sitt. Við ræddum í dag við Þóru Steingrímsdóttur, yfirlækni á kvenna- og barnasviði Landspítala og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands og heyrðum líka brot úr viðtalinu við Unni frá í gær.
Nú er að hefjast rannsókn á áhrifum Covid-19 á ónæmiskerfið en vitað er að pestir og ýmis áföll geta valdið sjálfsónæmissjúkdómum. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans segir að hann hafi orðið vitni að kraftaverki á starfstíma sínum sem ónæmislæknir en þannig lýsir hann þeirri byltingu sem hefur orðið í meðferð á þessum sjúkdómum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Björn á Heilsuvaktinni í dag.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

457 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

26 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

9 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners