Í Víðsjá í dag verður rætt við Margréti Tryggvadóttur um bók hennar Kjarval - málarinn sem fór sínar eigin leiðir, en henni er ætlað að nýtast allri fjölskyldunni til að kanna myndveröld og lífshlaup Jóhannesar Kjarval.
Á morgun verður haldið í Veröld - húsi Vigdísar málþing undir yfirskriftinni Óður til hins stutta. Tilefnið er stofnun fyrirbæris sem nefnist Stutt, og er rannsóknastofa í smásögum og styttri textum sem starfækt verður við Háskóla Íslands. Rætt verður af þessu tilefni við þau Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur, dósent í spænsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, og Rúnar Helga Vignisson, dósent í ritlist við sama skóla, í Víðsjá í dag.
Og loks verður hugað að nýrri plötu með gömlum upptökum sem klassíski kvartett Johns Coltrane gerði árið 1964 fyrir kanadíska kvikmynd en upptökurnar eru núna fyrst að koma út á plötu.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.