Klikkuð menningarhátíð verður haldin í næstu viku. Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika og vekja athygli á fjölbreytileikanum ígeðheilsu landsmanna. Listafólk af ýmsum toga, sem er velviljað málefninu eða hefur sjálft reynslu af geðrænum áskorunum mun koma fram á hátíðinni. Við fengum Hildi Loftsdóttur verkefnastjóra hátíðarinnar og Daníel Þór Nýtt Samúelsson, sem deilir reynslu sinni á hátíðinni, í þáttinn.
Við forvitnumst við aðeins um mataræði sem kallast Keto Flex. Það er eins og nafnið gefur kannski til kynna ögn mildari útgáfa af Keto mataræðinu og leyfir meira af kolvetnum. Já margir eru að reyna að grenna sig og það eru margar leiðir til. Þorbjörg Hafsteinsdóttir sagði okkur frá Ketó Flex.
Svo hringdum við í Þorbjörgu Gunnarsdóttur á Egilsstöðum sem fer mikinn í berjatýnslu á þessum tíma árs. Hún gerir bláberjasultu, rifsberjahlaup, hrútaberjahlaup, hindberjasultu, rabarbarasultu og krækiberjasaft. Við forvitnuðumst um berjasprettu á austurlandi og hvað hægt er að gera úr þeim.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON