Mannlegi þátturinn

Konur í upplýsingatækni, konur í þorskastríðum og Stefán lesandi vikun


Listen Later

WiDS (Women in Data Science) er árleg ráðstefna haldin á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum. Samhliða ráðstefnunni í Stanford er hún haldin á yfir 50 stöðum víða um heim og verður nú haldin í þriðja sinn hér á landi, í Háskólanum í Reykjavík, á eftir kl. 14:00. Við ræddum við Önnu Sigríði Íslind lektor í tölvunarfræðum hjá HR en hún mun á ráðstefnunni fjalla um gagnadrifna heilbrigðisþjónusta og lýðheilsu. Og við ræddum líka við Margréti Hrönn Þóroddsdóttur verkefnastjóra sem sagði okkur nánar frá ráðstefnunni og stöðu kvenna í tölvunarfræðum.
Saga Ólafsdóttir sagnfræðingur tók saman í lokaritgerð sinni sögu átta kvenna sem voru giftar eða mæður manna sem voru við vinnu hjá Landhelgisgæslu Íslands í þorskastríðunum og tóku þátt í átökum við Breska flotann fyrir Íslands hönd. Hún dró fram fram þátt þeirra í sögu þorskastríðanna og hvaða áhrif atburðirnir höfðu á líf þeirra. Einnig verður farið yfir baráttu kvenna sem börðust fyrir bættu öryggi og vinnuaðstæðum fyrir hönd sinna manna í lok þorskastríðanna. Saga kom í þáttinn í dag, en fyrirlestur hennar fer fram að Grandagarði 18 kl.20 á miðvikudaginn.
Lesandi vikunnar í þetta sinn er nýráðinn útvarpsstjóri Stefán Eiríksson. Hann hóf störf hér í Efstaleitinu í gær, 1.mars og því ekki seinna vænna en að fá hann til okkar að segja frá því hvaða bækur eru á náttborðinu, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

130 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

9 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

20 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners