Kristján Jóhannsson óperusöngvari er einn örfárra íslenskra söngvara sem komist hafa á svið stærstu óperuhúsa heimsins. Kristján hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga víða um heim, ásamt því að syngja í virtustu óperuhúsum á borð við La Scala í Mílanó og Metropolitan í New York. Kristján var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og í dag sat Kristján Jóhannsson, föstudagsgestur þáttarins, áfram og það var spjallað um pasta, pasta og meira pasta.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON