Mannlegi þátturinn

Kröftug kvennastund, Einurð og Skrýtin veröld


Listen Later

Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, með kröftuga kvennastund í Hörpu á morgun klukkan 17:00. Þar munu kraftmiklar konur deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Við fengum í dag til okkar þær Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts og Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur, sem greindist með brjóstakrabbamein og hefur síðan vakið athygli á þeim málefnum sem betur mega fara í þeim efnum.
Einurð ehf.var stofnað 2010 og hefur sinnt ráðgjöf, stefnumótun, ritstjórn og verkefnastjórnun og býður upp á aðstoð til verkefna tengdum samfélagsþróun, nýsköpun og menntun. Tilgangur félagsins er að vinna að samfélagsþróun og nýsköpun. Erasmus+ styrkir verkefni sem Einurð leiðir og vinnur í samstarfi við Jafnréttishús og fleiri alþjóðleg samtök í Austurríki, Kýpur, Litháen og á Spáni. Markmið verkefnisins er að auka vitund erlendra starfsmanna um þau réttindi, stuðning og þjónustu sem þeir geta nýtt sér í samstarfslöndunum og samkvæmt Evrópskri vinnulöggjöf. Elva Björt Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá Einurð kom í þáttinn í dag.
Gunnar Hrafn Jónsson kom í þáttinn í dag með sitt innslag, Skrýtin veröld. Hann er fundvís á skemmtilegar, skrýtnar og umfram allt áhugaverðar fréttir víða að úr heiminum og í dag sagði hann okkur meðal annars frá dularfullu hljóði sem hefur vakið fólk í San Fransisco undanfarið, opinberum galdrakarli Nýja Sjálands sem hefur verið á launaskrá hins opinbera í 23 ár sem seiðskratti, merkri uppgötvun þýskra uppfinningamanna og fleiru.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners