Í Víðsjá í dag verður rætt við Braga Þór Jósefsson, ljósmyndara,i um ljósmyndasýninguna Krummaskuð sem nú stendur yfir í ljósmyndagalleríinu Ramskram.
Rætt verður við Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðing, um rannsóknir hans á sáttanefndum og lausnum deilmála á 19. öld. En í dag flytur hann fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands um efnið.
Þá segir Árni Óskarsson, þýðandi, frá skáldsögunni Hnotskurn eftir Ian McEwan, en hún er bók vikunnar á Rás 1 þessa vikuna.
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, rýnir í nýtt íslenskt leikrit í Þjóðleikhúsinu, Súper eftir Jón Gnarr.