Mannlegi þátturinn

Krummatal, forystusauðurinn Jarl og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Við töluðum í gær við Brynju Davíðsdóttur verkefnastjóra hjá Fuglavernd um kosninguna á fugli ársins. Við fengum skemmtilegan tölvupóst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, blaðamanni og Kjalnesingagoða, þar sem hún tók upp hanskann fyrir krumma landsins. Hún vill meina að hröfnum sé ekki sýndur nægilegur sómi, því þeir séu mjög merkilegir fuglar sem hafa þraukað hér á landi líklega talsvert lengur en mannfólkið. Hún hefur átt í talsvert nánu sambandi við hrafnahjón frá árinu 2006 og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessum merkilegu fuglum.
Svo heyrðum við áhugaverða sögu af öðru merkilegu dýri. Forystusauðurinn Jarl, sem býr hjá Sigríði Ævarsdóttur og Benedikti Líndal að Gufuá í Borgarfirði, hefur nú látið sig hverfa í tvígang og brugðið sér í bæjarferð. Hann var fangaður á hringtorginu í Borgarnesi rúmum sólarhring eftir að hann hvarf í fyrra skiptið. Eitthvað hefur lífið í mannabyggð heillað hann því hann stakk aftur af mánuði síðar. Sigríður fræddi okkur um forystusauði og Jarli í þættinum.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá ferð sinni til Svíþjóðar sem hann fór á dögunum. Þar fór hann ásamt félögum sínum til að spila og syngja vísur og söngva eftir Cornelis Vreeswijk, eitt af stærstu vísnaskáldum svía. Hann sagði af ferðum sínum til Karlskrona í suðri og svo frá gömlum ferðamannastað á Austur Gotlandi. Ferðin endaði í Stokkhólmi, fegurstu borg Norðulanda og þar var spilað og sungið fyrir Cornelis aðdáendur á fornum veitingastað nálægt miðborginni.
Tónlist í þættinum í dag:
Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Krummi krunkar úti / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson)
Söngur dýranna í Týról / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson)
Nudistpolka / Cornelis Vreeswijk
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners