Rannsóknarfyrirtækið Prósent hefur kannað kulnun ólíkra hópa fyrir Covid, á meðan heimsfaraldrinum stóð og eftir Covid. Mikil aukning er á kulnun hjá aldurshópnum 18-24 ára annars vegar og sölu- og markaðsfólki hins vegar. Þegar mismunandi hópar eru skoðaðir kemur í ljós að kulnun stjórnenda mælist ekki hátt, hvorki fyrir né eftir Covid, sem eflaust kemur einhverjum á óvart. Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kom í þáttinn í dag.
Við höfum fengið stórskemmtilega pistla undanfarna mánudaga frá Guðjóni Helga Ólafssyni, sem er skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum að eigin sögn. Hann kallar pistlana vinkla og í dag bar hann vinkilinn við ákveðna tegund af skótaui. Nánar til tekið inniskó.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Júlía Björnsdóttir, kennari og landvörður. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Tónlist í þættinum:
Bráðum vetur / KK (KK)
Til Botns / Sigrún Sif Jóelsdóttir (Trausti Heiðar Haraldsson, Jón Andri Sigurðsson, Oddur Bjarni Þorkelsson)
Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR