Mannlegi þátturinn

Kvennaathvarfið 40 ára, Sólheimamarkaðurinn og Kúbupóstkort


Listen Later

Í gær voru rétt 40 ár frá því Kvennaathvarfið í Reykjavík var opnað af Samtökum um kvennaathvarf. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að fræða okkur um sögu athvarfsins, hvernig þróunin hefur verið á þessum 40 árum og hver staðan er í dag. Það stendur meðal annars yfir söfnun fyrir nýju athvarfi sem á að byggja og þjónustan er sífellt að aukast.
Lionsklúbburinn Ægir fór fyrst að Sólheimum árið 1957 með jólagjafir fyrir þau börn sem þar bjuggu. Allar götur síðan, eða í 65 ár, hefur klúbburinn farið á aðventunni og staðið fyrir aðventuskemmtun. Það var ákveðið fyrir tveimur árum að fanga stemninguna og gefa út geisladisk og með sölu hans er verið að safna fyrir Hljóðfærasjóði Sólheima. Næstu helgi er Sólheimamarkaður í Kringlunni þar sem fólkið á Sólheimum kemur í bæinn og selur vörur sem unnar eru á vinnustofum Sólheima. Við töluðum við Magneu Tómasdóttur tónlistar- og söngkonu, sem hefur haldið utan um verkefnið.
Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins hélt Magnús áfram að fjalla um fólkið og ástandið á Kúbu, en ferðin hefur greinilega haft mikil og djúp áhrif á hann. Hann hefur ekki trú á að stjórnarfarið geti enst mikið lengur áfram, byltingin er að éta börnin sín og unga fólkið, nýju kynslóðirnar vilja breytingar, enda geta stjórnvöld ekki lengur einokað upplýsingaflæðið nú þegar internetið hefur opnað sýn í aðra og betri veröld en þá sem fólk býr við á Kúbu, en þar ríkir vaxandi fátækt, skortur og kúgun.
Tónlist í þættinum í dag:
Jólaljósin / Borgardætur (Leveen, Breen, Sampson og Andrea Gylfadóttir)
Er líða fer að jólum / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson)
Ó grýla / Björgvin Franz og Sólheimakórinn (D. Barbour og Ómar Ragnarsson)
Gleði og friðarjól / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners