Mannlegi þátturinn

Kvennahlaupið, snjór fyrir austan og andleg líðan


Listen Later

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Árið 1990 var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi og óhætt að segja að það hafi tekist; í dag á Ísland afrekskonur á öllum sviðum íþrótta og almenn hreyfing er með besta móti. Árið 2020 er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2020 eru „Hlaupum saman“. Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands kom í þáttinn.
Sumarið er komið, eða ætti að minnsta kosti að vera komið, en það kemur ekki jafn hratt alls staðar á landinu. Til dæmis tók lungan úr síðustu viku að moka veginn yfir Mjófjarðarheiði, en hann hefur verið lokaður meira og minna síðan í október. Eins og segir á heimasíðu vegagerðarinnar þá tók „Fjóra daga tók að berjast í gegnum þykkt stálið sem safnast hafði upp í vetur en sums staðar var það rúmir fimm metrar á hæð.“ Við slógum á þráðinn til Ara B. Guðmundssonar, yfirverkstjóra á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði og fengum hann til að segja okkur frá þessu og ástandi vega fyrir austan.
Við fengum til okkar sálfræðinginn Jóhannu Kristínu Jónsdóttur og veltum fyrir okkur hvernig best er að huga að andlegri líðan nú þegar við erum að koma út úr Covid-19 ástandinu, þótt því sé ekki lokið, þá er staðan okkar þannig núna að við erum komin út úr mesta kófinu. Jóhanna Kristín hefur sinnt meðferð við kvíða, lágu sjálfsmati, depurð, kulnun og afleiðingum áfalla og hefur aðstoðað fólk við að takast á við breytingar í lífi sínu og yfirstíga hindranir sem hamla lífsgæðum og almennri vellíðan.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

458 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

130 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

9 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners