Mannlegi þátturinn

Kynbundið ofbeldi, Arnar Björnsson og Áki Guðni Karlsson


Listen Later

Fyrir helgi fór fram málstofan Birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og viðbrögð við því þar sem fjallað var um kynbundið ofbeldi frá ýmsum hliðum. Þar var, í nokkrum erindum, leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað eiga konur sem leitað hafa á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis sameiginlegt? Hvernig bregðast konur við kynferðislegri valdbeitingu á vinnustað? Hver eru viðbrögð þeirra sem sökuð eru um kynferðisofbeldi? Falla meiðyrðamál stefnendum eða stefndu í vil? Og hvaða áhrif hefur skrímslaorðræðan á gerendur? Við fengum Drífu Jónasdóttur, afbrotafræðing og doktorsnema við læknadeild Háskóla Íslands, til að segja okkur meira frá erindi sínu og doktorsverkefni þar sem hún rannsakar komu kvenna á bráðamóttöku Landspítala vegna áverka í kjölfar heimilisofbeldis eða annars konar ofbeldis.
Út er komin Arnar saga Björnssonar fyrrverandi útibússtjóra Íslandsbanka á Húsavík, Ekki standa á öðrum fæti allt lífið. Það er dóttir Arnar, Kristín Erna sem skráði söguna. Það skiptast á skin og skúrir í lífi Arnar sem og í íslensku samfélagi. Hann er hestamaður, veiðimaður, eiginmaður, faðir, skrifstofumaður, bóndi í Gauksmýri og síðast útibússtjóri. Feðginin Örn og Kristín komu í þáttinn í dag.
Áki Guðni Karlsson leggur stund á doktorsnám í þjóðfræði og rannsakar auk þess ýmislegt áhugavert sem á fjörur hans rekur. Sem dæmi má nefna að hann hélt fyrir stuttu fyrirlestur sem hann kallaði Covid og dauðinn. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Áka og fékk hann til að segja frá þessum þjóðfræðivangaveltum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners