Mannlegi þátturinn

Kynlífsráðgjöf, Kjartan rakari og Hlöðueldhúsið


Listen Later

Það er dálitið merkilegt, miðað við hvað kynlíf er stór partur af lífi okkar, hversu fáir í rauninni tala opið um kynlífið sitt. Þá erum við ekki að tala um að tala opinberlega um það, eða við hvern sem er, heldur bara við maka sinn, eða þann, eða þá, sem viðkomandi stundar kynlíf sitt með. Þar sem það er oftar en ekki feimnismál að ræða það, þrátt fyrir að vandamál í kynlífinu geti verið mjög stórt vandamál í samböndum. Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur var að ljúka námi í kynlífsráðgjöf frá Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Hún er því farin að taka við málum sem kynlífsráðgjafi, bæði fyrir einstaklinga og pör. Við fengum Aldísi í þáttinn og fræddumst um kynlífsráðgjöf hjá henni.
Það voru margir orðnir hriklega lubbalegir þegar hágreiðslustofur máttu opna aftur eftir COVID19 bannið og enn bíða margir eftir að þeirra tími renni upp. Á Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi hafa Sunnlendingar getað fengið klippingu í rúm 70 ár eða allt frá því að Gísli Sigurðsson rakari ákvað að yfirgefa sollinn í Reykjavík og flytja til Selfoss. Björn sonur hans fetaði í fótsporin og því næst tveir synir hans, þeir Kjartan og Björn Daði. Við heimsóttum þetta vinsæla ættarveldi gær og fengum innsýn í dag í lífi rakarans.
Hjónin Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson stofnuðu kaffihúsið Kaffi Loka á Skólavörðustígnum fyrir rúmum áratug. Ekki alls fyrir löngu ákváðu þau að nú væri komið nóg og seldu kaffihúsið. Þau sáu fyrir sér rólega daga en stundum fer lífið í allt aðra átt en nokkurn getur órað fyrir. Þau er komin á bólakaf í nýtt ævintýri, núna í Þykkvabænum og innan skamms opna þau nýtt og frumlegt ferðaþjónustufyrirtæki sem mun heita Hlöðueldhúsið. Við fórum og tókum stöðuna á þeim fyrir þáttinn í dag.
UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

15 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

8 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners