Mannlegi þátturinn

Kynþáttafordómar, málþing um ofbeldi og lækur í húsi


Listen Later

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, skrifaði bókina Kynþáttafordómar í stuttu máli sem kom út á síðasta ári hjá Háskólaútgáfunni og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Í bókinni fjallar höfundur um kynþáttafordóma í sögu og samtíð. Hún fjallar um alþjóðlegt samhengi kynþáttahyggju en sérstök áhersla er lögð á birtingarmynd kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Kristín Loftsdóttir kom í þáttinn í dag.
Málþingið Ofbeldi snertir allt samfélagið á vegum Félagsráðgjafafélags Íslands og Félagsráðgjafadeildar Háskóla Íslands fer fram í dag. Þar er fjallað um ofbeldi og afleiðingar ofbeldis út frá mörgum sjónarhornum í fjölbreyttum erindum. Við fengum Sigrúnu Ingvarsdóttur og Kristínu Þórðardóttur í viðtal í dag, en báðar eru þær félagsráðgjafar á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Kristín hélt erindi á málþinginu undir yfirskriftinni Saman gegn ofbeldi og Sigrún hélt erindið Hverjir beita aldraða ofbeldi? Þær sögðu okkur frá málþinginu og erindu sínum í þættinum.
Á bænum Miðdalsgröf á Ströndum búa hjónin Steinunn Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson. Á bænum eru tvö íbúðarhús, eitt gamalt og annað nýrra sem hjónin búa í. Í gamla húsinu bjó móðir Reynis Guðfríður Guðjónsdóttir þar til hún lést í febrúar síðastliðnum, en það hús er nú nýtt sem sumarbústaður. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fékk Reyni til að ganga með sér um húsið og rifja upp og segja frá þessu merkilega húsi þar sem til dæmis lækur rennur í gegnum sjálft húsið.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners