Mannlegi þátturinn

Lára fertug, menningarmánuður í Árborg og sjávarflóð


Listen Later

Lára Rúnarsdóttir kom í þáttinn í dag á fertugsafmælisdegi hennar. Hún hóf ung tónlistarferil sinn, hún gaf út sína fyrstu breiðskífu Standing Still árið 2003 undir merki Geimsteins, þá rúmlega tvítug. Hún stundaði píanó- & söngnám við tónlistarskóla Kópavogs og útskrifaðist með burtfararpróf við skólann úr klassískum söng 2006. Síðan þá hefur hún gefið út sex breiðskífur. Síðustu ár hefur Lára rekið eigið fyrirtæki, fyrst Andagift inspire og nú Móar studio, sem er jógasetur í miðborginni. Þar fer Lára nýjar leiðir í að nálgast tónlistarsköpun. Lára hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins, Altari af plötunni Rótin, árið 2020. Þá var hún einnig tilnefnd fyrir plötu ársins.
Október er menningarmánuðurinn í Sveitarfélaginu Árborg. Þar verður dagskrá allan mánuðinn fyrir alla aldurshópa, til dæmis verður óperusýning fyrir eins til fimm ára. Við heyrðum í Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem flutti af höfuðborgarsvæðinu á Eyrarbakka og stofnaði Skrúfuna, grósku- og sköpunarmiðstöð. Hún sagði okkur frá starfseminni og Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar sagði okkur betur frá menningarmánuðinum í þættinum.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í mannlegt veðurspjall í dag. Í þetta sinn fræddi hún okkur um sjávarflóð. Það eru stórhættuleg fyrirbæri sem erfitt er að ráða við, en afar áhugavert að fræðast um.
Tónlist í þættinum í dag:
Frostrósir / Haukur Morthens (Freymóður Jóhannesson)
Andblær / Lára Rúnarsdóttir (Lára Rúnarsdóttir)
With the wind and the rain in your hair / Stan Getz (Clara Edwards, Jack Lawrence)
Cancion del Mariachi / Los Lobos og Antonio Banderas (C. Rosas)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners