Föstudagsgesturinn okkar í dag kom úr heimi fjölmiðlana og er manneskja sem hefur bæði unnið í útvarpi og sjónvarpi. Lára Ómarsdóttir, sem lét breyta nafninu sínu fyrir stuttu síðan í Lára Zulima Ómarsdóttir, en móðuramma hennar hét einni Lára Zulima. Lára hefur starfað sem fréttamaður og unnið við margskonar dagskrárgerð, hún hefur meðal annars gert þætti um náttúru Íslands í ferðaþáttum með föður sínum, Ómari Ragnarssyni. Lára rifjaði upp æskuna í Háaleitinu og ÁLftamýraskóla, Kerlingafjöll og tilraunir í tískumálum. Undanfarið hefur hún unnið í almannatengslum og hún hefur svo meðal annars unnið að heimildamynd um gler- og myndlistarkonuna Höllu Har og verður sú mynd sýnd í bíó Paradís fljótlega.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað. Við höfum verið að skoða matreiðslubækur undanfarið og héldum því áfram í dag. Sigurlaug kom með ítalska bók sem fjallar að mestu um brauð, brúskettur og ítalska brauðrétti.
Tónlist í þættinum:
Yakkety yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason)
Fjalaköttur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson, texti Hrafn Gunnlaugsson)
Ég vild’ég væri / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Ragnhildur Gísladóttir)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON