Víðsjá

Laxness, Lókal, Geirlaugur og Pike Ward


Listen Later

Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal hefst um helgina, en þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin var fyrst haldin árið 2008 og þar hefur verið lögð áhersla á að bjóða upp á það markverðasta sem er að gerast í samtímaleikhúsi hér heima og í löndunum í kringum okkur. Að þessu sinni er hátíðin helguð verkum í vinnslu, verkum sem staðsett eru í miðju rannsóknar- eða þróunarferli. Eva Rún Snorradóttir, listrænn stjórnandi Lókal, og Ragnar Ísleifur Bragason, sviðslistamaður, verða gestir Víðsjár í dag og segja frá Lókal. Litið verður við í Þjóðminjasafni Íslands þar sem nú stendur yfir sýning á ljósmyndum eftir breska fiskaupmanninn Pike Ward sem var á Íslandi um aldamótin 1900, rætt verður við Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra ljósmynda í safninu. Á dögunum komu út nýjar útgáfur á tveimur þekktustu skáldsögum Halldórs Laxness, Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki, sem ætlaðar eru framhaldsskólanemum. Útgáfurnar eru með venjulegri nútímastafsetningu og orðskýringum. Í Víðsjá í dag verður spurt: Er ungt fólk hætt að geta lesið verk Laxness án neðanmálsgreina, og útskýringa? Fyrir svörum verður Oddný Sigurrós Jónsdóttir sem ritstýrir þessum nýju útgáfum. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um nýútkomið ljóðaúrval Geirlaugs Magnússonar, 100 ljóð.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

91,037 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

4 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners