Mannlegi þátturinn

Leiðir karla útúr ofbeldi, Hafdís Huld og orgelkoffort


Listen Later

Á morgun verður haldin málstofa í formi streymisfundar á netinu í framhaldi af afmælishátíð Félagsráðgjafafélags Íslands. Öll erindi fundarins snúa að ofbeldi í nánum samböndum. Fyrsta erindið er um áfallamiðaða þjónustu fyrir þolendur ofbeldis í Bjarkarhlíð. Annað erindið fjallar um vinnu félagsráðgjafa með börnum í Kvennaathvarfinu og þriðja erindið, sem Guðrún Kristinsdótir, félagsráðgjafi og prófessor emerita kom í þáttinn í dag til þess að segja okkur frá, en það er um leiðir karla út úr ofbeldi í nánum samböndum. Erindið byggir á viðtölum við karla og fjallað verður um útskýringar karla á eigin ofbeldi gagnvart sínum nánustu.
Það er heldur kuldalegt um að litast í Höfuðborginni í dag og ekki vanþörf á að fá yl í hjartað með td tónlist. Í síðustu viku gaf Hafdís Huld út sitt nýjasta lag. Það er ábreiða af laginu Sól sól skín á mig sem Hanna Valdís og Sólskinskórinn gerðu frægt árið 1973. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu sem kemur út í vor og ber heitið Vorvísur. Síðasta plata hennar Vögguvísur hefur verið ein af mest streymdu plötum á Íslandi ár hvert, en sú plata kom út árið 2012. Við hringdum uppí Mosfellsdal í dag og heyrðum í Hafdísi.
Orgel, lírukassi og harmoníum - við fengum sendingu að sunnan frá Margéti Blöndal og að þessu sinni fór hún í Orgelsmiðjuna á Stokkseyri og heimsótti hjónin Björgvin Tómasson orgelsmið og Margréti Erlingsdóttur rafvirkja. En þau eru þessa dagana m.a. að breyta gömlum harmoníum hljóðfærum í koffort sem er ekki bara hægt að spila á, heldur líka ferðast með um heiminn, þegar það verður í boði aftur.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners