Búseta í óviðunandi húsnæði. Hvernig blasir búseta á iðnaðarsvæðum við þeim sem hafa eftirlit með henni? Hvert er umfang óleyfisbúsetu eða búestu við óviðunandi skilyrði? Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri Fornarsviðs slökkviliðins á höfuðborgarsvæðinu ræðir við okkur um verkefni slökkviliðsins og hvað það er sem blasir við þeim sem sinna eftirlit með óviðunandi búsetu.
Soffía Hjördís Ólafsdóttir félagsráðgjafi og deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir hjá Reykjavíkurborg ræðir við okkur félagslega stöðu viðkvæmra hópa á húsnæðismarkaði. Bæði ræðir hún við okkur um reynslu sína sem starfsmaður velferðasviðs og sem rannsakandi. Soffía Hjördís hefur rannsakað upplifun barna af því að alst upp við eða búa í fátækt. Við ræðum við hana um stöðuna og hvernig leigumarkaðurinn birtist sem þáttur í að skapa eða viðhalda fátækt.