Mannlegi þátturinn

Lífið er núna og slúður á vinnustöðum og í litlum samfélögum


Listen Later

Lífið er núna dagurinn er haldin í dag, en þessi vitundarvakning Krafts er árleg og er ein stærsta fjáröflun félagsins og stendur til 12.febrúar. Kraftur hvetur vinnustaði til að brjóta upp hversdagsleikann með því t.d. að bjóða upp á appelsínugular veitingar og jafnvel að klæðast í appelsínugul föt og einhverjar byggingar eru lýstar upp með appelsínugulri lýsingu sem er litur Krafts. Við ræddum við þær Ragnhildi Þóru Hafsteinsdóttur og Katrínu Petersen í dag. Ragnhildur sagði okkur frá þeirri lífsreynslu að greinast með bráðahvítblæði þegar hún var í mastersnámi og á 30. viku í meðgöngu af þriðja barni. Ragnhildur var greind á fimmtudegi og var líf hennar og ófædda drengsins hennar í húfi. Lyfjameðferð hófst strax tveimur dögum eftir greiningu og að auki kom í ljós hjartabilun sem gerði það að verkum að það yrði ekki öruggt fyrir hana að fara inn í fæðingu. Kraftur selur húfur til styrktar í tilefni vitundarvakningarinnar og ágóðinn af sölunni fer allur í styrktarsjóð Krafts.
Hvernig er talað á þínum vinnustað? Er mikið slúðrað þar? Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktor í félagsfræði, sem kallar sig líka Doktor slúður, fer á vinnustaði, hittir hópa, félagasamtök og jafnvel bæjarfélög þar sem hún talar um slúður sem valdatæki og stjórnun, en í doktorsrannsókn sinni rannsakaði hún slúður í minni samfélögum um allt land. Gréta Bergrún útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum:
Heima er hjá þér / Magni Ásgeirsson (Vignir Snær og Magni Ásgeirsson)
Hér á ég heima / Fjallabræður og Sverrir Bergmann (Tómas Jónsson og Magnús Þór Sigmundsson)
Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörns Grauengaards (Oddgeir Kristjáns, texti Ási í Bæ)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners