Mannlegi þátturinn

Lífssigrarar, venjulegt heimilisdrasl og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Við höfum verið að fjalla um áföll í þættinum undanfarnar vikur og í dag fengum við Jokku G. Birnudóttur, en hún flytur á morgun þann fyrsta í röð rafrænna hádegisfyrirlestra í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi á vegum Háskólans á Akureyri. Í fyrirlestrinum lýsir Jokka reynslu sinni af úrvinnslu úr áföllum eftir ofbeldi og hún sagði okkur einmitt frá því og svo sagði hún okkur frá því hvað lífssigrari er.
Síðan Family living - The true story - ICELAND á facebook er vettvangur til að deila myndum eða myndböndum af eðlilegu heimilisdrasli. Síðan á rætur sínar að rekja til sænskrar facebooksíðu þar sem fólk fór að deila myndum frá heimilum sínum sem voru ólíkar þeim sem sjást á samfélagsmiðlum, í glanstímaritum og fjölmiðlum, sem sýna oftast einsleita og óraunsæja mynd af hinu fullkomna heimili. Rúmlega 85 þúsund facebooknotendur hafa skráð sig í sænska hópinn og um 13 þúsund hafa skráð sig á íslensku síðuna. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi og stofnandi íslensku síðunnar kom í þáttinn í dag.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins talaði Magnús um viðbrigðin við það að flytja frá erlendri borg í íslenskan fiskimannabæ, en þau eru samt ekki eins mikill og stærðarmunurinn segir til um því fólk er alls staðar eins með kostum sínum og göllum. Það var svo sagt frá mannlífi í Vestmannaeyjum sem og samhengi pólitíkur og kórónuveirusmits í Þýskalandi. Í lokin er aðeins fjallað um heimsmeistaramótið í fótbolta sem verður háð í eyðimerkurríkinu Katar á næsta ári.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners