Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðingur kom í þáttinn í konunglegt spjall en fyrir nokkrum dögum fæddist nýtt barn, stúlka, í bresku konungsfjölskyldunni og breskir fjölmiðlar hafa velt mikið fyrir sér til dæmis nafni hennar, Lilibet Diana.
Við höfum fjallað talsvert um hlaup og gönguferðir í þættinum og flest okkar hafa á einhverjum tímapunkti hlaupið, mismikið auðvitað. Það eru þó afar fáir hlutfallslega sem hlaupa miklar vegalengdir, eins og til dæmis heilt maraþon í einum rykk. Við hringdum í Búa Stein Kárason en hann kom sem sagt fyrstur í mark í Hengill Ultra hlaupinu um helgina, en það er sem sagt 160 kílómetrar, eða næstum því fjögur maraþonhlaup í röð. Það vöknuðu ótal spurningar um það að stunda svona ofurhlaup sem við dembdum yfir Búa Stein í símtalinu.
Við fengum nýjan pistil af Kontóristanum, eða hugvekju, eins og höfundurinn Steinar Þór Ólafsson vill kalla þær. Þó ýmsir hafi spáð dauða skrifstofunnar með kórónuveirunni er ljóst að skrifstofan er ekki að fara neitt en líklega sé hún þó að breytast. Steinar Þór skoðaði í hugvekju dagsins hvernig framtíð skrifstofunnar lítur út og ræddi við sérfræðinga á því sviði, þau Matthías Ásgeirsson, stjórnendaráðgjafa í aðstöðustjórnun og Halldóru Vífilsdóttur, verkefnastjóra Austurbakka.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON