Mannlegi þátturinn

List Ingu Elínar, fjármálin á mannamáli og Sigríður Rún lesandi vikunnar


Listen Later

Listakonan Inga Elín hefur frá unga aldri tileinkað líf sitt listinni. Ástríða Ingu á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Í byrjun árs 2020 enduropnaði Inga Elín verslun sína við Skólavörðustíg eftir 25 ára fjarveru og í þetta skiptið með syni sínum Kristni Ísaki, sem sér um skipulags- og markaðsmál fyrirtækisins. Við heimsóttum Ingu Elínu og Kristinn á vinnustofuna út á Granda.
Það er mánudagur og þá eru fjármálin á mannamáli á dagskrá í þættinum og Georg Lúðvíksson sérfræðingur í heimilisbókhaldi kom til okkar og hélt áfram að fræða okkur. Í sinn talaði Georg um utanaðkomandi áhrif sem hafa áhrif á okkur og okkar fjármálahegðun, eins og til dæmis verðbólgu, hrun og svo framvegis.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi og prestur í Egilsstaðaprestakalli. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfunda hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigríður talaði um eftirfarandi bækur og höfundar:
Játning e. Ólaf Jóhann Ólafsson
Þessir djöfulsins karlmenn e. Andrev Walden
Guð hins smáa e. Arundhati Roy
Veisla undir grjótvegg, smásögur e. Svövu Jakobsdóttur
og svo var það bók bókanna, Biblían.
Tónlist í þættinum í dag:
Bíttu í það súra / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners