Hlustendur heyra í þættinum af væntanlegri Listahátíð í Reykjavík þegar rætt verður við Vigdísi Jakobsdóttur, sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Hermann Stefánsson rithöfundur veltir í dag fyrir sér frægu málverki sem sýnir byltingarmanninn Marat þar sem hann liggur dáinn í baði. Gauti Kristmannsson segir frá væntanlegri þýðingu sinni á skáldsögunni Töfrafjallinu eftir þýska rithöfundinnThomas Mann. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um bókina Human Compatible, eða Mannsamræmanleiki, eftir enska rithöfundinn og tölvufræðinginn Stuart Russell, en bókin er í senn yfirlit um stöðu þekkingar um þróun gervigreindar, og hætturnar sem slíkri uppfinningu fylgja. Og hlustendur heyra að venju ljóð fyrir þjóð.