Í gær hófst Ljósavinasöfnun hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Markmið söfnunarinnar er að eignast fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starfið. Þörfin er sannarlega til staðar enda húsakostur Ljóssins orðinn þétt setinn, en mikill er fjöldi fólks fær þjónustu hjá Ljósinu daglega. Með herferðinni er sjónum beint að hversdagslegu athöfnunum sem margir sakna þegar óviðráðanlegar aðstæður eins og krabbamein banka upp á. Yfirskrift herferðarinnar er Lífið í nýju Ljósi . Róbert Jóhannsson kom í þáttinn og sagði frá sinni reynslusögu og sinni reynslu af starfi Ljóssins. Með honum kom Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins.
Við hófum í gær hringferð um íslensku leikhúsin til þess að forvitnast um komandi leikvetur. Í dag var hjá okkur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur sagði okkur frá sýningunum sem verða á fjölunum í vetur, allt frá Shakespeare til glænýrra leikskálda og allt þar á milli.
Tónlist í þættinum í. dag:
Mannshjörtu / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
En / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)
Peggy Sue / Buddy Holly (Petty og Holly)
What a Life / Scarlet Pleasure
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON