Víðsjá í dag er helguð Ljósmyndahátíð Íslands sem hefst í dag en á næstu vikum verður hægt að sjá forvitnilegar sýningar víða þar sem listræn ljósmyndun er í fyrirrúmi. Forsvarsmenn hátíðarinnar, ljósmyndararnir Pétur Thomsen og Katrín Elvarsdóttir, verða gestir þáttarins en jafnframt verður litið við bæði í Gerðarsafni og Ásmundarsal þar sem uppsetning stendur yfir. Í Gerðarsafni heyra hlustendur í systkinunum Elínu Hansdóttur og Úlfi Hanssyni sem eru að ganga frá nýrri innsetningu á sýningu sem opnuð verður á morgun og heitir Ad Infinitum og í Ásmundarsal verða frændurnir Klængur Gunnarsson og Hrafn Hólfríðarson Jónsson teknir tali um sýninguna Loftþétt sem verður opnuð á laugardag í Ásmundarsal.
Umsjón: Guðni Tómasson