Mannlegi þátturinn

Lyfjaafleiður, starfsánægja og Gestur lesandi vikunnar


Listen Later

Fyrir kemur að aukaverkun af lyfi reynist mjög gagnleg gegn allt öðrum vandamálum eða sjúkdómum en lyfið var upprunalega þróað fyrir. Aukaverkanir af svona toga eru einmitt til rannsóknar þessa dagana hjá Lífvísindasetri Háskóla Íslands og nú er verið að skoða hvernig og hvort breiðvirka sýklalyfið azitró-mýcín, geti hjálpað þeim sem glíma við alvarlega húðsjúkdóma. Sumsé getur verið að þekkt sýklalyf verði grunnur að nýju lyfi gegn húðsjúkdómum? Það er Þórarinn Guðjónsson prófessor og forseti Læknadeildar HÍ sem leiðir þetta rannsóknarverkefni. Þórarinn kom í þáttinn í dag og sagði frá.
Valdimar Þór Svavarsson verður með okkur á þriðjudögum núna í júní. Hann er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, í síðustu viku talaði hann um meðvirkni en í dag ætlar hann að tala við okkur um starfsánægju. Hvað þarf til þess að starfsfólki líði vel á vinnustað? Valdimar veit meira um það og sagði frá í þættinum í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Gestur K. Pálmason, hann er stjórnendaþjálfari, fyrrverandi lögreglumaður og lauk nýlega MBA námi, þar sem hann fjallaði um tengsl- og tengslanetsgreiningar á vinnustöðum með hliðsjón af nýsköpun og færni vinnustaða til að halda í gott starfsfólk í flóknari heimi. Gestur sagði frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
_________________________________________
Tónlist í þættinum:
Lína Dröfn - Spilverk þjóðanna. Lag og texti eftir Valgeir Guðjónsson og Sigurð Bjólu Garðarsson
Norwegian Wood e. Lennon og McCartneyt í flutningi Berliner Philharmoniker, Zwölf Cellisten.
Mary don't you weep í flutningi The Swan Silvertones.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners