Við fengum Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóra Samtakanna '78 í viðtal í dag. Aðalfundur samtakanna var haldinn um helgina í Norræna húsinu, ýmis mál eru efst á baugi í málefnum hinsegin fólks í dag. Í lok síðasta árs urðu síðustu hlutar frumvarps um kynrænt sjálfræði að lögum, ályktun um blóðgjafir var samþykkt á aðalfundinum, en hún kemur í kjölfar könnunar um blóðgjafir karlmanna sem stunda mök með karlmönnum. Eins var greint frá metaðsókn í ráðgjafaþjónustu Samtakanna ?78.
Skíðasvæðið í Tindastóli er í 15 km fjarlægð frá Sauðárkróki í Ytridal. Lyftan byrjar í 445m hæð yfir sjó og liggur upp í 900 metra hæð. Þarna er hægt að finna brekkur fyrir skíðafólk á öllum getustigum, göngubrautir og eina lengstu skíðabrekku á Íslandi. Sigurður Hauksson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli var á línunni í þættinum í dag.
Grettir Ásmundsson tók nýlega við stöðu byggingafulltrúa fimm sveitarfélaga á Ströndum og nágrannabyggðum. Kristín okkar Einarsdóttir hitti Gretti og ræddi við hann um ýmislegt sem viðkemur starfinu.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR