Mannlegi þátturinn

Málstol, Tilurð og Esther Ösp skólastjóri


Listen Later

Talið er að um þriðjungur fólks sem fær heilablóðfall fái málstol, sumir jafna sig ágætlega en aðrir sitja uppi með mikla fötlun út ævina. Málstol getur verið mikil hindrun, t.d. í atvinnuþátttöku, námi, félagslegum tengslum og fleira. Evrópudagur talþjálfunar verður 6. mars nk. og við fengum Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, forstöðutalmeinafræðing á Reykjalundi, til að koma í þáttinn í dag og segja okkur nánar frá starfi talmeinafræðinga þar, málstoli og nýrri síðu á facebook Málstol á Íslandi.
Tilurð er hugarfóstur tveggja kvenna sem þekkja ófrjósemi af eigin raun. Þær stofnuðu umræðu og upplýsinga síðu á Instagram. Þar kemur meðal annars fram að almennt er klíníska skilgreiningin á ófrjósemi sú að árangurslausar tilraunir gagnkynhneigðs par til þungunar hafi varað í heilt ár með reglulegu kynlífi án getnaðarvarna. Hugtakið nær einnig yfir ítrekaðan fóstumissi. Ófrjósemi er algeng og talið að eitt af hverjum sex pörum glími við hana. Karen Ösp Friðriksdóttir er önnur stofanda þessarar nýju síðu og við ræddum við hana í þættinum í dag.
Tækninni fleygir fram, stundum til góðs og stundum ekki. En eitt sem tæknin gerir mögulegt er að hægt er að stunda nám í sama skóla þótt nemendur séu mögulega staddir í mikilli fjarlægð hver frá öðrum og skólanum sjálfum. Fyrir stuttu var Esther Ösp Valdimarsdóttir ráðin skólastjóri Ásgarðsskóla, sem er einmitt rekinn alfarið á netinu og nemendur mæta heima hjá sér, hver við sína tölvu hér og þar á landinu og jafnvel í öðrum löndum. Kristín okkar Einarsdóttir hitti Esther á skólastjóraskrifstofunni á Hólmavík og fékk að vita hvernig hægt er að reka skóla í skýjunum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners