Mannlegi þátturinn

Málþing um dánaraðstoð, Gigtarfélag Íslands og póstkort frá Möltu


Listen Later

Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stendur fyrir málþingi í næstu viku undir yfirskriftinni: Dánaraðstoð - reynsla annarra landa. Á málþinginu munu fulltrúar, Sviss, Hollands og Kanada, landa sem hafa lögleitt dánaraðstoð deila reynslu sinni. Bjarni Jónsson, stofnandi, gjaldkeri og stjórnarmaður í félaginu kom í þáttinn og sagði okkur frá málþinginu og stöðu mála í þessum málaflokki hér á landi.
Gigtarsjúkdómar hafa áhrif á um fjórðung Íslendinga á lífsleiðinni. Margir þjást í hljóði þar sem sjúkdómurinn getur verið ósýnilegur almenningi. Um 200 mismunandi gigtarsjúkdómar eru þekktir, þar á meðal sumir sem geta verið lífshættulegir. Þrátt fyrir algengi og alvarleika sjúkdómana hefur stuðningur oft verið ófullnægjandi innan heilbrigðiskerfisins. Hér gegnir Gigtarfélag Íslands lykilhlutverki en félagið á einmitt afmæli í dag 9. október. Opið hús verður í nýju húsnæði Gigtarfélags Íslands, í Brekkuhúsum 1, og nýjungar í þjónustu verða kynntar í tilefni af alþjóðlega gigtardeginum 12. október. Hrönn Stefánsdóttir varaformaður Gigtarfélagsins kom í þáttinn og sagði okkur meðal annars sýna sögu, en hún greindist með lupus eftir langa og erfiða vegferð.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Eyjan Malta er í Miðjarðarhafinu milli Sikileyjar og Túnis. Magnús er nýkominn frá Möltu og varð hrifinn af landi og þjóð. Hann segir frá umsátrinu mikla árið 1565, hann sagði frá höfuðborginni og þjóðlagahátíð þar sem hann marseraði með sikileyskri lúðrasveit. Undir lokin talaði hann aðeins um síma sem eru minnst notaðir sem símar.
Tónlist í þættinum:
Láttu þér líða vel / Stjórnin (Grétar Örvarsson, texti Aðalsteinn Ásberg)
Hvernig líður þér í dag / Stefán Hilmarsson (Rafn Jónsson)
Serendipity / Laufey (Laufey og Spencer Stewart)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners