Mamiko Ragnarsdóttir kom í þáttinn í dag. Hún greindist með einhverfu þegar hún var 27 ára. Sem barn á skólaaldri lét hún lítið fyrir sér fara og hlýddi kennaranum, en félagslega var hún úti á túni, eins og hún orðar það. Hún skyldi ekki kaldhæðni og tvírætt grín og tók öllu bókstaflega og passaði engan vegin inn í hópinn. Þá tók við þráhyggja sem gekk út á að reyna að hætta að vera ?skrýtin? svo hún gæti eignast vinkonur. Mamiko deildi sögu sinni í þættinum í dag og hvað það þýddi fyrir hana að fá loksins greiningu.
Sumarið er rétt handan við hornið og Margrét Blöndal ákvað að halda upp á vetrarlokin með því að heimsækja býflugnabændur í Rangárþing eystra - þetta eru hjónin Margrét Ísólfsdóttir og Þórður Freyr Sigurðsson sem búa að Uppsölum í Hvolhreppi. Margrét fékk að smakka eðalfínt hunang og heyrði af stöðu mála núna þegar náttúran er að vakna af vetrardvalanum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON