MANNLEGI ÞÁTTURINN - FÖSTUDAGUR 4.DES 2020
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur samið mikið magn tónlistar, fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hann samdi til dæmis tónlistina í Latabæjarþáttunum sem sýndir voru í yfir 100 löndum og hlaut meðal annars tilnefningu til Emmy verðlauna. Hann er sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests og við spurðum hann út í æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.
Við töluðum um smákökur í síðasta matarspjalli enda aðventan gengin í garð og við lögðum áherslu á þessar gömlu góðu uppskriftir en í dag lögðum við áherslu á hvað er hægt að baka þegar maður er vegan. Hvernig sætabrauð, smákökur og konfekt sem margir vilja fá í desember, getur maður útbúið þannig að henti vegan. VeganDrottningin Guðrún Sóley Gestsdóttir var gestur okkar í Matarspjallinu í dag.