Mannlegi þátturinn

Máni Svavarsson og veganbakstur með Guðrúnu Sóley


Listen Later

Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá föstudaginn 4. desember 2020. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins þann dag var tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur samið gríðarlegt magn af tónlist, fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hann samdi til dæmis tónlistina í Latabæjarþáttunum sem sýndir hafa verið í yfir 100 löndum og hlaut meðal annars tilnefningu til Emmy verðlauna. Hann er sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests og við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt, tónlistina, ferilinn og ferðalagið í gegnum lífið.
Svo rifjuðum við upp matarspjall úr sama þætti, sem sagt frá 4. desember 2020, þar sem við fengum Guðrúnu Sóley Gestsdóttur til að fræða okkur um bakstur, og þá aðallega smákökubakstur og auðvitað veganbakstur, því Guðrún Sóley er auðvitað þekkt meðal annars fyrir vegan matreiðslubækur sínar. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Guðrúnu þegar kemur að því að baka sætabrauð, smákökur og konfekt sem er vegan.
Það skal svo tekið fram að á þessum tíma, 4.desember 2020, geysaði auðvitað Covid og samkomutakmarkanir voru í fullu gildi, því voru bæði þessi viðtöl tekin í anddyri útvarpshússins í sérútbúnu hljóðveri sem við kölluðum Studio Anddyri.
Tónlist í þættinum:
Um þig / Ellý Vilhjálms (Luiz Florentino Bonfa og Ólafur Gaukur Þórhallsson)
Aleinn um jólin / KK og Stefán Karl Stefánsson (Máni Svavarsson og Halldór Gunnarsson)
A Whiter Shade of Pale / Procol Harum (Brooker & Reid)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners