Mannlegi þátturinn

Mannshvörf, hjúkrunarheimili og Sætabrauðsdrengir


Listen Later

Mannshvörf hafa lengi vakið óhug hjá þjóðinni en í jólabókaflóðinu má finna bókina Saknað - íslensk mannshvörf eftir Bjarka H. Hall. Fjallað er ítarlega 31 mannshvarf á Íslandi og líka Íslendinga sem horfið hafa erlendis. Einnig er að finna styttri umfjallanir um flest þau mannshvörf sem höfundi er kunnugt um í nær heila öld eða frá 1920-2019. Bjarki kom í þáttinn.
Greinin „Frá sjónahorni starfsfólks hjúkrunarheimila“ eftir Maríu Fjólu Harðardóttur og Pétur Magnússon var birt á visir.is fyrr á þessu ári þar sem þau röktu aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og hvöttu til yfirvegaðrar umræðu. Í greininni tala þau um að óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings, til dæmis á samfélagsmiðlum, taki vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. María Fjóla, sem er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna og Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Ísafold, komu í þáttinn og veittu okkur innsýn inn í starfið á hjúkrunarheimilum landsins.
Sætabrauðsdrengirnir hafa sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Hópurinn er samsettur af landsþekktum söngvurum sem eru aðalega þekktir fyrir að syngja klassíska tónlist. En í þessum hópi flytja þeir lög í léttari kantinum þar sem léttleiki og húmor er áberandi. Sætabrauðsdrengirnir eru einnig þekktir fyrir áhuga sinn á mat og sætabrauði enda fengu þeir nafn sitt í beinni útsendingu í útvarpi þar sem var verið að fjalla um tónleika og sætabrauðsát þeirra og áhuga þeirra á mat. Við fengum tvo úr þeirra hópi, Gissur Pál Gissurarson og Halldór Smárason, í þáttinn til að segja okkur hvað þeir eru að bralla í aðdraganda jólanna.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

459 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

129 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

8 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners