Mánudagur 14. júlí
Við byrjum á nýjum fréttatíma Samstöðvarinnar, ræðum söguleg tíðindi hér innan lands og erlendis og förum yfir öll mál ríkisstjórnarinnar sem döguðu uppi í deilum á þingi. Hafsteinn Michael Guðmundsson, fyrrum starfsmaður Mannvirðingar sem hrökklaðist úr starfi vegna kulnunar, lýsir starfsaðstæðum að Jafnaðarseli, nú Reynimel og ræðir um slæman starfsanda, stjórnunarhætti, launagreiðslur undir taxta og öryggi starfsfólks og skjólstæðinga sem er ábótavant innan geðheilbrigðisþjónustunnar. Ólafur Þ. Harðarson prófessor fer yfir þingveturinn sem nái fram yfir mitt sumar og stöðu flokkanna að honum loknum. Við birtum viðtöl við fólk sem var að mótmæla Íslandsheimsókn Ursula von der Leyen.