Við segjum fréttirnar með okkar lagi á Samstöðinni, klukkan sjö þegar engar fréttir eru í Ríkissjónvarpinu. Kristín Valberg, forstöðukona Bjarkarhlíðar, Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar samtaka gegn kynferðisofbeldi og Silja Höllu Egilsdóttir og Margrét Baldursdóttir, fulltrúar Druslugöngunnar, ræða sýknudóma og vopnavæðingu ný-nasista á kynferðisofbeldi og fleiri mál. Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst tekur stöðuna á pólitíkinni eftir ansi heitt sumarþing og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri ræðir varnarsamning Íslands og Evrópusambandsins, Evrópusambandsaðild Íslands og stöðuna í Úkraínu.