Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag eins og alltaf á fimmtudögum í vetur. Í þetta sinn var það Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og vefstjóri heilsuveru.is. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis og er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar getur hver og einn átt samskipti við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrám á öruggu vefsvæði. Sífellt fleiri nýta sér netspjall heilsuveru.is, en á síðasta ári átti starfsfólk heilsuveru 70 þúsund samtöl í gegnum netspjallið um allt sem viðkemur heilsu og líðan. Margrét fræddi okkur um starf sitt og sérfræðisvið og um þennan mikilvæga heilsuvef, auk þess svaraði hún spurningum frá hlustendum í seinni hluta þáttarins.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR