Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag, Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans, en hún stýrði skólanum í u.þ.b. aldarfjórðung. Margrét kenndi þar m.a. ræstingu, matreiðslu, næringarfræði og vörufræði. Við komum aldeilis ekki að tómum kofanum hjá Margréti hvað varðar flest sem snýr að heimilinu og heimilishaldi. Hlustendur hafa sent inn fjölda spurninga og Margrét gerði sitt besta til að komast í gegnum þær allar. Spurningarnar snéru til dæmis að þrifum á þvottavélum og uppþvottavélum, lykt úr niðurföllum, innkaupum fyrir heimilið, þrif á ofnum, edik, klósettþrif og miklu fleira.
Tónlist í þættinum í dag:
Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Björn Bragi Magnússon og Walter Lange)
Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsd og Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON