Fyrir tveimur vikum var Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans, sérfræðingur þáttarins þar sem hún svaraði spurningum sem hlustendur höfðu sent inn um allt sem viðkom heimilishaldi. Innkaup, þrif, matseld og svo framvegis. Spurningarnar voru svo margar að hún náði ekki að komast í gegnum þær allar, því var hún hjá okkur aftur í dag. Hún tók upp þráðinn frá því síðast og kláraði þær spurningar sem eftir voru og svo svaraði hún fleiri spurningum sem hlustendur höfðu sent okkur.
Svo fengum við þær Ragnhildi Gunnarsdóttur og Guðrúnu Rútsdóttur til að segja okkur frá PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, sem ekki margir vita hvað er, en er einn algengasti innkirtlasjúkdómur hjá konum. PCOS samtökin standa fyrir fræðslufundi í kvöld og þær sögðu okkur frá fundinum og fræddu okkur um þetta heilkenni í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Saumakonuvalsinn / Pálmi Gunnarsson (Jón Jónsson og Hreiðar E. Geirdal)
Lene Májjá / Mari Boine (Mari Boine, Svein Schultz, Ole Jörn Myklebust)
Like an angel passing through my room / Svavar Knútur og Kristjana Stefáns(Benny Andersson og Björn Ulvaeus)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSD.