Mannlegi þátturinn

Matarsóun, Hvunndagshetjur og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Árið 2021 er helgað ávöxtum og grænmeti hjá Sameinuðu þjóðunum og í dag, 29. September, er alþjóðadagur gegn matarsóun. Í tilefni dagsins munu Grasagarður Reykjavíkur, Slow Food Reykjavík og Flóran Garden Bistro taka saman höndum og bjóða í fræðslusúpu í garðskála Grasagarðins þar sem þemað er: Hvað get ég gert til að draga úr matarsóun? Við fengum þær Björk Þorleifsdóttur og Dóru Svavarsdóttur til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá þessum degi, viðburðinum og matarsóun.
Heimildarmyndin Hvunndagshetjur, Are you Icelandic? Eftir Magneu B. Valdimarsdóttur verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem verður sett á morgun. Myndin fjallar um fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Ísland í um það bil tuttugu ár. Þær eru fæddar í Bosníu, Jamaíku, Póllandi og Tyrklandi og allar hafa þær sína sögu af því hvað leiddi þær hingað. Samfélagið breytist hratt og oft veitum við því litla eftirtekt hverjir það eru sem hugsa um börnin okkar, gamla fólkið, byggja húsin okkar og sinna alls kyns illa launuðum störfum í samfélaginu. Magnea kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessari mynd og frá kvikmyndahátíðinni.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssynin í dag og í þessu korti segir Magnús okkur frá því þegar hann fór í nokkurra daga bíltúr í liðinni viku. Hann fékk lánaðan þýskan eðalvagn sem varð honum til hugleiðinga varðandi framtíð einkabílsins. Þessi frábæru farartæki sem hafa veitt okkur frelsi og tækifæri til ferðalaga eru orðin að vandamáli sem allar borgir heims eru að reyna að leysa. Póstkort dagsins fjallar sem sagt um hina bílalausu framtíð.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners