Í dag stendur Matvælastofnun og Matís fyrir fræðslufundi um matvælasvindl eða food fraud.Fræðslufundurinn er hluti af þriggja ára norrænu verkefni sem öll Norðurlöndin, að Finnlandi undanskildu, taka þátt í. Stendur til að skilgreina sameiginlega túlkun á matvælasvindli og koma á samvinnu Norðurlanda um matvælasvindl þvert á landamæri. En hvað er matvælasvindli? Við fengum Jónas R. Viðarsson fagstjóra hjá MATÍS og Herdísi M. Guðjónsdóttur, sérfræðing hjá Matvælastofnun til að svara þeirri spurningu og hvað þarna muni fara fram.
Leikkonan María Pálsdóttir skorar á fyrirtæki á Akureyri að bjóða öllum nemendum í fjórða bekk grunnskóla bæjarins í leikhús. Áskorunina setti hún fram á Facebook í síðustu viku. María, sem rekur Hælið - setur um sögu berklanna, ákvað að sýna sjálf fordæmi og bauð fjórða bekk Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla og Valsárskóla, fyrir hönd Hælisins, á nýja fjölskylduverkið Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist, sem frumsýnt verður í Samkomuhúsinu 5. október. Við hringdum í Maríu í þættinum.
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum var stofnuð árið 1975 og er stærsti vinnustaðurinn á Reykhólum og sú eina sinnar tegundar á landinu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Finn Árnason framkvæmdastjóra verksmiðjunnar og fékk að heyra í stórum dráttum af því stórmerkilega starfi sem þar fer fram.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON