Mannlegi þátturinn

Mental ráðgjöf, karlahópar Hugarafls og Edda S. Jónasdóttir


Listen Later

Helena Jónsdóttir sálfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Lýðskólans á Flateyri kom í þáttinn í dag, en hún rekur ráðgjafafyrirtækið Mental ráðgjöf þar sem hún hjálpar vinnustöðum og stjórnendum að styðja við geðheilbrigði starfsfólks. Ómeðhöndlaður geðvandi getur haft miklar afleiðingar með tilheyrandi kostnaði, veikindafjarvistum, minnkandi framleiðni, aukinni veltu á starfsfólki svo ekki sé talað um skerðingu á lífsgæðum. Helena sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Við sendum beint út frá starfsemi Hugarafls í Síðumúla í gær og kynntumst því starfi sem þar fer fram og er öllum að kostnaðarlausu. Við heyrðum hversu margir koma þangað í mikilli vanlíðan og hvernig sameiginleg reynsla og samtal getur hjálpað fólki að ná bata. Við náðum ekki að segja frá karlahópi sem hittist reglulega til að ræða um sína andlegu líðan því fengum við Grétar Björnsson, sem sagði sögu sína í gær, til að koma til okkar í dag og segja okkur frá.
Edda S. Jónasdóttir hefur komið víða við í matargerð, hún fékk fyrst áhuga á matreiðslu þegar hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna og kynntist þá framandi hráefnum eins og ferskum ananas og hnetusmjöri. Hún eldaði ofan í laxveiðimenn, bjó í Skotlandi og hefur safnað uppskriftum héðan og þaðan um ævina í bókina, Eftirlætis réttir Eddu, sem hún gefur sjálf út fyrir jólin.
Tónlist í þættinum í dag:
Vetur rís / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson)
Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
Næsta vetur / South River Band (Kormákur Þráinn Bragason)
Vetur / Rósa Guðrún Sveinsdóttir (Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Sveinn Kristinsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners