Álhatturinn

Michael Jackson var hafður að rangri sök og var ekki barnaníðingur


Listen Later

Michael Jackson þarf vart að kynna fyrir nokkrum.. Barnastjarnan úr Jackson 5 sem skein, líkt og Betlehemstjarnan, skærast allra stjarna. Hann skaust fram á sjónarsviðið eins og eldibrandur á barnsaldri og heillaði heimsbyggðina með bræðrum sínum og systrum. 

En þó Jackson 5 nytu hylli almennings þá var það ætíð Michael sem  lýsti upp stjörnuhiminn og þaut um himinskautin líkt og halastjarna.  Hann  tók að endingu alfarið yfir sviðið og varð að stærstu poppstjörnu allra tíma. Sannkallaður og óumdeildur konungur poppsins. 

Thriller, Bad og Dangerous seldust í bílförmum og ruku út allstaðar eins og heitar lummur.  Tónlistarmyndböndin voru stórfengleg og íburðamikil líktog óskarsverðlaunamyndir  og einstakur dansstíllinn mótaði heila kynslóð. Líklega besti söngvari og dansari síons tíma, ef ekki allra tíma Á sama tíma fjarlægðist hann sífellt  hið hefðbundna líf, breyttist gífurlega í útliti og  dvaldist sífellt meira í lokuðum heimi aðdáenda, öryggisvarða og ráðgjafa.

Michael Jackson varð að einhverskonar flókinni blöndu af barnastjörnu, ofurviðkvæmum listamanni og sérlunduðum og mislyndum furðufugl,i sem virtist ekki finna sinn stað í heimi fullorðinna. 

Á móti koma grófar og alvarlegar ásakanirnar og þeir sem setja Jackson í hlutverk geranda. Chandler fjölskyldan sem lýsir kynferðislegri misnotkun, fer fyrst allra til lögfræðings og ræðir um bótaupphæðir áður en lögregla eða barnavernd koma að borðinu. 

Þetta og svo margt margt fleira bæði óhugnalegt og áhugavert í þessum þætti af Álhattinum, þar sem góð vinirnir Guðjón Heiðar og Haukur Ísbjörn aka fyrir þá fullyrðingu að Michael Jackson hafi verið saklaus af ásökunum um barnaníð. Þeir fara vandlega yfir feril hans, persónuleika, Neverland og ásakanirnar sem komu fram á mismunandi tímum, skoða sögurnar frá sjónarhorni meintra fórnarlamba, frá sjónarhorni varnaraðila, lögreglu, fjölmiðla og plötu iðnaðarins. 

Þeir spyrja líkt og alltaf áður hverjir séu að gera hvað, hvernig og hversvegna, og velta vandlega fyrir sér hvað það sé sem styður við sakleysi og hvað styður sekt, án þess að fella endanlegan dóm. Markmiðið Álhattsins er ekki að hreinsa nafn eða hengja mann, heldur að rýna í öll helstu gögn málsins og draga þau fram í dagsljósi því Álhatturinn er alltaf leitandi og alltaf spyrjandi en Álhatturinn fellir aldrei endanlegan dóm. 


HLEKKIR Á ÍTAREFNI:

  • https://youtu.be/rCy_wPTW_Ww?si=F8IQ51A6K8udBgUL
  • https://youtu.be/yBw-t37co2Q?si=EpcoKze8ER4GSMpA
  • https://youtu.be/VC7OT90_nG0?si=N9UvtdwfjDuWFoCx
  • https://youtu.be/SRAhsLnhenE?si=rTH1oahyveGJK_mP
  • https://youtu.be/4QqoFYwFq9s?si=5N5cX_9MCVHnZGem
  • https://youtu.be/-_452akeOkU?si=M1kwc8LFuGjgIDc4
  • https://youtu.be/fXf3uXDTRsk?si=x-M4yLzXXeyBBJfS

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

124 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

FM957 by FM957

FM957

29 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

18 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

20 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners