Mannlegi þátturinn

Miðstöðin, Reykvíkingar ársins og póstkort frá Vestmannaeyjum


Listen Later

Miðstöðin er sameiginleg rytmadeild nokkurra tónlistarskóla í Reykjavík þar sem krakkar á aldrinum 12 ára til tvítugs með bakgrunn í klassísku tónlistarnámi fá tækifæri til að skipta yfir á rafmagnsgítara, trommur og hljómborð, syngja dægurlög og stofna popphljómsveitir. Nemendur hafa tekið þátt í ýmsum keppnum svo sem Músiktilraunum og Nótunni og nefna má að hljómsveitir á vegum deildarinnar hafa þrisvar sinnum borið sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2. Ólafur Elíasson deildarstjóri Miðstöðvarinnar kom í þáttinn og sagði okkur frá í þættinum í dag.
Við heyrðum í Marco Pizzolato í þættinum, en hann var útnefndur, ásamt Kamilu Walijewska, Reykvíkingur ársins 2022. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Þau Marco og Kamila standa fyrir svokölluðum frísskáp í miðbæ Reykjavíkur, þar sem markmiðið er að draga úr matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum þessa frísskápa.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í póstkorti dagsins velti Magnús fyrir sér veðrinu í Vestmannaeyjum, en það hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því í vetur þegar stormur og bylur geysaði í hverri einustu viku. Nú sér til sólar vikulega og það er minni fart á vindinum. Sjómennskan er líka til umfjöllunar og sú mikla fórn sem við Íslendingar höfum fært við lífsbaráttuna út á sjó. Í lokin segir hann frá vatnsskortinum í Eyjum sem er meira áhyggjuefni en sjóræningjar og eldgos.
Tónlist í þættinum í dag:
Draumaprinsinn / Ragnhildur Gísladóttir (Magnús Eiríksson)
Spegilmynd frosin í hel /Dóra og döðlurnar (Bára Katrín Jóhannsdóttir)
Harvest Moon / Krummi Björgvins, KK, Ragnheiður Gröndal, Einar Scheving (Neil Young)
Undir stórasteini / Katrín Halldóra og Páll Óskar (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners