Við segjum fréttir Samstöðvarinnar klukkan sjö og ræðum svo eldgosið á Suðurnesjum við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing og Dagmar Valsdóttir gistihúsaeigandi í Grindavík, en þau sem búa og starfa í bænum eru langþreytt á rýmingu og takmörkunum á rekstri. Við ræðum síðan við Breka Karlsson formann neytendasamtakanna um rukkun fyrir bílastæði, ferðir sem Play fellir niður, netsvik, raforkufrumvarpið sem fór í gegn og afurðarstöðvafrumvarpið sem ekki slapp í gegn. Og í lokin kemur Júlíus Sólnes til okkar, en hann var fyrsti umhverfisráðherrann. Hann gagnrýnir að umhverfismál hafi verið sett undir orkumál í ráðuneytinu og vara við vindmyllum sem Jóhann Páll Jóhannsson, núverandi umhverfisráðherra, hefur opnað á.