Mannlegi þátturinn

Mikil hlustun á hljóðbækur og Kaldalónshátíð í Dalbæ


Listen Later

Eins og reglulegir hlustendur Mannlega þáttarins hafa líklegast tekið eftir á mánudögum, þegar lesandi vikunnar kemur og segir frá bókum sem hann eða hún hefur verið að lesa undanfarið, þá eru sífellt fleiri sem hlusta á hljóðbækur. Þetta hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Við fengum því Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóra Storytel á Íslandi, sem er einmitt streymisveita fyrir hljóðbækur þar sem mikill fjöldi Íslendinga eru áskrifendur, til þess að segja okkur frá þessari þróun og hvernig hann sjái framtíð bókarinnar fyrir sér. Við ræddum svo líka aðeins í lokin við Stefán um tvenna tónleika um helgina í Hörpu þar sem hann spilar ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk.
Sigvaldi Kaldalóns varð læknir á Snæfjallaströnd í ellefu ár frá árinu 1910, hann bjó á bænum Ármúla sem er í næsta nágrenni við Kaldalón þar sem náttúrufegurð er einstök og svo heillaði þetta svæði Sigvalda að hann tók sér ættarnafnið Kaldalóns. Síðustu helgi júlímánaðar í sumar var svo haldin Kaldalónshátíð í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Þar voru flutt erindi um ævi og störf Sigvalda og leikin og sungin nokkur af lögum hans. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti meðal annars Gunnlaug A. Jónsson, barnabarn Sigvalda, sem var einn þeirra sem flutti erindi á hátíðinni. Í upphafi viðtalsins heyrum við örstutt brot úr söng Hallveigar Rúnarsdóttur sópran og Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners