Andri Snær Magnason kom í þáttinn í dag. Bókin hans, Um Tímann og vatnið, er sláandi á margan hátt. Í henni kemur fram að þýskur loftslagsérfræðingur skoraði á hann að skrifa um þessar stærstu breytingar á mikilvægustu kerfum jarðarinnar frá því maðurinn kom fram, því að vísindafólkið, sem eru sérfræðingar í öllu sem þessu viðkemur, eru ekki sérfræðingar í að miðla þeim upplýsingum til almennings. Hann sagði að almenningur skilur ekki tölur og línurit, en hann skilur sögur. Andri tók áskoruninni og það er ekki hægt að segja annað en að hann kemur þessu afskaplega vel frá sér, á skýran hátt þar sem hann setur þessa alvarlegu stöðu í samhengi við líf okkar allra, í gegnum sögur um sig, ömmur sínar og afa og afkomendur þeirra. Þær breytingar sem eru komnar fram, m.a. í hækkandi hitastigi og aukinni súrnun sjávar á undanfarinni öld eru meiri en á 50 milljón árum þar áður.
Á bókmenntahátíðinni „Hin saklausa skemmtun“ sem haldin var á Hótel Laugarhóli í haust sagði Magnús Rafnsson sagnfræðingur frá lestrarfélögum fyrri tíma og Bergsveinn Birgisson las kafla úr bók sinni Landslag er aldrei asnalegt en kaflinn fjallar um lestrarfélagshús. Kristín Einarsdóttir hitti Magnús Rafnsson og ræddi við hann um lestrarfélögin og að því loknu heyrum við Bergsvein lesa á hátíðinni sjálfri.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON